Gyllta glasið!

Vínþjónasamtökin héldu uppskeruhátíð á Hilton Reykjavík Nordica um síðustu helgi og við það tækifæri voru ýmis verðlaun veitt.
Hvatningarverðlaun Vínjónasamtakanna voru veitt í fyrsta sinn og þau hlaut Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli fyrir að stuðla markvísst og ákveðið að aukinni vínmenningu á landinu.

Á Uppskeruhátíðinni var einnig tilkynnt um vínin sem fengu í ár Gyllta Glasið eftirsótta – 5 hvítvín og 5 rauðvín af 45 sem kepptu. Vínin áttu að vera frá Evrópu og í verðflokki á milli 1490 kr og 2490 kr. Þetta er þriðja árið sem Vínþjónasamtökin veita viðurkenninguna um “Gyllta Glasið” og tilgangur með því er að vekja athygli á 10 vínum sem standa uppúr, 5 hvít og 5 rauð – án þess að flokka þau nánar innbyrðis. Fjörtíu og fimm vín skiluðu sér í keppnina. Vínþjónasamtökin svo og fulltrúar þeirra birgja sem óskuðu þess mynduðu dómnefndina þar sem 15 manns sátu og smökkuðu blint. Eins og fyrr var mjótt á munum og í sumum tilfellum munaði bara einu stigi á milli vína. Spænsk vín voru áberandi núna – en eitt var enn meira áberandi: dómararnir voru að mjög miklu leyti sammála um gæði vínanna. Parker skalinn svokallaði (frá 50 í 100) var notaður, og meðaleinkunn hjá flestum var á bilinu 83 til 85, og allir nema 2 fóru yfir 90 stig. Einkunnir og meðaleinkunnir verða ekki opinberaðar þar sem öll þessi vín eru jöfn meðal jafningja í 5 efstu sæti.

Eftirfarandi vín fá Gyllta Glasið árið 2007:
Hvítvín:
Brundlmayer Gruner Veltliner 06 frá Austurríki (umboðsmaður : RJC)
Dopff Moulin Pinot Gris 05 frá Alsace, Frakklandi (Umboðsmaður : Mekka)
Drouhin Pouilly Fuissé 06 frá Bourgogne, Frakklandi (umboðsmaður : Bakkus)
Francois d’Allaines Saint Romain 04 frá Bourgogne, Frakklandi (umboðsmaður : Vínekran)
Lalande Pouilly Fuissé 04, frá Bourgogne, Frakklandi (umboðsmaður : Perlukaup)
Rauðvín:
Baron Ley Finca Monasterio 04, frá Rioja, Spáni ( Umboðsmaður : Glóbus)
Baron de ley Reserva 01 frá Rioja, Spáni (Umboðsmaður : Glóbus)
Château Barbe Blanche 04, frá Bordeaux (Lussac St Emilion), Frakklandi (Umboðsmaður : RJC)
Marquese Antinori Chianti Classico 03, frá Ítalíu (Umboðsmaður : Glóbus)
Tomassi Ripasso 04, frá Valpolicella, Ítalíu (Mekka) sem vel að merkja fær Gyllta Glasið annað árið í röð.

Vinir á Facebook