Já, þó svo að lítið hafi gerst hér á síðunni sl. 3-4 vikur þá hefur eitt og annað vín verið prófað. Tengdó komu í heimsókn og tóku með sér 2 flöskur af Chateau Cantenac Brown 2001 sem er alveg afskaplega gott vín! Sólberin, piparinn og eikin duga vel til að æra bragðlaukana sem verða ekki fyrir vonbrigðum þegar þetta vín kemur inn fyrir varirnar. Þá er ég enn og aftur búinn að opna Jordan Chardonnay, sem er hreinasta snilld og ég lýsi því hér með yfir að það er eitt besta vínið til að drekka með Sushi!
Nú í kvöld opnaði ég svo Fairview Pinotage 2006, suður-afrískt pinotage í hæsta gæðaflokki – ávaxtaríkt, frísklegt með góða fyllingu.
Á morgun verð þó að halda mig við gosið því þá tek ég mína fyrstu bakvakt hér á Akademiska!!!