Fjalakötturinn, veitingahúsið á Hótel Reykjavík Centrum við Aðalstræti, fékk annað árið í röð viðurkenningu frá Wine Spectator fyrir vínlistann sinn – Wine Spectator Award of Excellence.
Fjalakötturinn var fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem fékk þessi verðlaun og er enn sem komið er eini íslenski staðurinn sem hlotnast hefur þessi heiður. Það var að frumkvæði Stefáns Guðjónssonar vínþjóns að staðurinn sendi matseðil og vínlista sinn til mats í fyrra, en viðurkenningin er einmitt veitt fyrir gott úrval vína og samræmi milli vínseðils og matseðils. Haldið var áfram í sömu línu eftir brotthvarf Stefáns og sótt um viðurkenningu víntímaritsins fræga, sem tilkynnti tilnefninguna fyrir stuttu. Listinn verður opinber í ágúst tölublaði Wine Spectator.