Nágrannar okkar gáfu okkur argentískt vín þegar þau komu í grill um síðustu helgi – Santa Ana Reserve Shiraz-Malbec 2005. Vínið kemur frá Mendoza-dalnum í Argentínu og þetta er í fyrsta skipti sem ég smakka Shiraz-Malbec blöndu og hún er hreint ekki svo vitlaus!
Þetta er fallega rautt vín, þokkalega dökkt en þó ekki mikil dýpt. Mjúkur ilmur af sólberjum og plómum. Nokkuð gott jafnvægi tanníns og sýru, mjúkt og þægilegt vín með gott eftirbragð. Smellpassaði með grillinu í kvöld!