Þetta vín fékk ég hjá Einari Brekkan sem taldi að það væri kjörið með skötusel og hann hafði heldur betur rétt fyrir sér! Það var eins og þetta vín væri sérstaklega hannað fyrir skötuselinn (þó að ég hefði næstum því klúðrað honum!). Vínið vakti mikla lukku og meira að segja tengdapabbi skrifaði það hjá sér fyrir næstu verslunarferð og það verður að teljast mikið hrós!
Fallega ljósgult vín með frísklegan sítrusangan ásamt örlítilli eik. Þurrt vín, mjög frísklegt með steinefni og greipaldin í munni, samt mjúkt og í góðu jafnvægi. Gott eftirbragð sem skilur eftir ljúfar minningar!
Einkunn: 8,5.