Óvenjuhlýir vetrarmánuðir stefna nú ísvínsframleiðslunni í hættu. Sumir framleiðendur, s.s. Robert Weil í Rheingau, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki framleiða ísvín (Eiswein) í ár þar sem of hlýtt sé í veðri. Til að hægt sé að framleiða ísvín verður hitastigið að fara niður í -7 °C en nú er spáð allt að +15 °C og ekkert frost varð í nóvember eða desember.
Þó eru engir framleiðendur í Þýskalandi sem eingöngu byggja afkomu sína á framleiðslu ísvíns, en þetta er í fyrsta sinn síðan 1982 sem ekkert ísvíns er framleitt vegna „óhagstæðra“ veðurskilyrða.
Í Bandaríkjunum og Kanada er svipaða sögu að segja og útlit fyrir uppskerubrest vegna hlýinda.