Ég ætlaði að ná mér í 2003 árganginn þar sem hann var svo ofarlega á lista WS yfir vín ársins 2006, en þegar ég sótti pöntunina mína fékk ég afhent 2004 árganginn.
Ég ákvað þó að slá til og varð síður en svo fyrir vonbrigðum!
Mjög dökkt, næstum því þykkt að sjá, þó unglegt. Örlítill eikarkeimur en síðan áberandi sólber og þó nokkuð af pipar, reyndar ekki mjög flókin lykt.
Kröftugt bragð með miklum ávöxtum, dálítilli eik og talsvert af tanníni en einnig sýru til að vega upp á móti og vínið virðist í góðu jafnvægi. Langt og gott eftirbragð sem heldur sér vel. Þarf sjálfsagt 3-4 ár til viðbótar í flöskunni áður en það fer virkilega að njóta sín og á þá mörg ár eftir.
Einkunn: 9,0 – Góð kaup!
Wine Spectator gefur þessu víni 93 stig.