Ástralskir vínframleiðendur eru ekki aðeins farnir að nota skrúftappa á flöskur sínar í sífellt auknum mæli, heldur eru þeir nú einnig farnir að selja vín í plastflöskum með áföstu vínglasi og í e.k. jógúrtdós!
„Cheer pack“ er plastdós með álloki (líkt og íslensku jógúrtdósirnar) og eiga að vera umhverfisvænni en glerflöskurnar. Palandri hefur sett á markað vín í slíkum umbúðum og Hardy’s hefur einnig sett á markað vín í s.k. „shuttle“ – plastflösku þar sem tappinn er einnig vínglas! Markaðssetning þess miðar fyrst og fremst að samkomum og aðstæðum þar sem glerumbúðir og -glös þykja ekki æskileg. Þá eru flugfélög almennt hrifin af umbúðum úr öðru en gleri, bæði af öryggisástæðum og einnig eru slíkar umbúðir léttari en glerið.