Gríðarlega mikið af sólberjum og vanillu í nefinu, mjög opið vín. Massíft þungt bragð með sólber, vanillu, myntu, lakkrís og eik. Þurrt og tannín mikið vín en hefur samt smá sætan sultu keim í bakgrunni. Eftirbragðið er langt og bragðmikið með fullt af pipar og vanillu.
Ekta gamaldags ástralskt Shiraz!! Massíft, bragðmikið og opið, vín sem er ekki að reyna að vera fínlegt, þvert á móti. Svona vín er ástæðan fyrir því að ég er svo hrifinn af Shiraz. Þetta vín er tílbúið núna og þó ég þori ekki að segja að Reynella batni með geymslu í 10 ár, myndi ég samt veðja á að hægt sé að geyma það í 7 ár með góðu móti.
Einkunn: 9,0