Í nefinu má finna krydd, vindlatóbak og villisveppi. Þurrt vín með tannín, svörtum pipar, skógarberjum, plómum, kaffi og smávegis af ristuðu brauði í bragðinu. Eftirbragðið er mjög langt með miklum pipar keim. Niðurstaða: 100% merlot, frá einum besta stað í heiminum til að rækta merlot. Útkoman er að sjálfsögðu frábært vín, vel unnið og mikið lagt í vínið. Þó 2002 árgangurinn verði aldrei borinn saman við 2000 árganginn, er þetta samt vín sem á eftir að þroskast vel næstu 10 árin og á heima hjá öllum Bordeaux vínsöfnurum.
Einkunn: 8,5