Ger og sítróna í nefinu. Ferskt meðal þurrt vín með sítrónu og lime bragði til að byrja með, svo kemur ferskt hálf sætt sýru bragð fram eftir smá stund. Eftirbragðið er langt og ferskt. Ég skal viðurkenna að almennt finnst mér þýsk freyðivín ekkert annað en ódýr, varla drykkjarhæf “sjampú” sem eiga ekki að vera í boði í brúðkaupsveislum hvað þá á veitingahúsum. Þegar ég var beðin um að smakka lífrænt þýskt freyðivín, þá bjóst ég ekki við miklu, reyndar bjóst ég ekki við neinu! Mér til mikillar ánægju var þetta vín alveg frábært. Það var gríðarlega mikil vinna og umhyggja lagt í að gera þetta vín og það skín í gegn í gæðum og bragði. Af óskiljanlegum ástæðum drekka Íslendingar annaðhvort kampavín eða freyðivín sem kosta innan við 1.100 kr.. Þar af leiðandi eru þeir að missa af perlu í milli dýrum flokki (1.300 kr. -2.000 kr.) eins og þetta vín. Næst þegar þú vilt gott freyðivín en ekki borga kampavíns verð, prófaðu þetta.
Umsögn: Stefán B. Guðjónsson (www.smakkarinn.is)