Fallega dökkt vín, góð dýpt og þroskinn er greinilega kominn af stað. Þykk angan af sólberjum, pipar og eik, ögn af lakkrís. Þykk og góð tannín, góð sýra og gott jafnvægi í víninu. Þokkalega langt og gott eftirbragð með vott af vanillu og eik ásamt góðu berjabragði. Vínið hlaut gullverðlaun í flokknum „Medium bodied dry red wines“ á alþjóðlegu vínsýningunni í Sydney árið 2005.
Einkunn: 8,0