Fölgult og vatnsleitt að sjá. Hnetur, greipaldin og eik nokkuð sterk í nefi en einnig vottar fyrir hunangi og jafnvel smá súrheyi. Í munninn kemur fram gott hunangsbragð, dálítið eikað vín og nokkuð feitt í munni. Gott jafnvægi. Gæti passað vel við feitan og jafnvel reyktan fisk.
Einkunn: 7,0