Þetta vín var árshátíðarvín Vínklúbbsins árið 2002 GSM stendur fyrir Grenache, Shiraz og Mourvedre, en þessi blanda er nokkuð vinsæl í Suður-Rhone í Frakklandi. Hér er hún í hlutföllunum 50% Grenache, 40% Shiraz og 10% Mourvedre. Þrúgurnar í þessu víni koma frá McLaren Vale, sem er eitt besta vínræktarsvæðið í Ástralíu og þaðan koma mörg önnur gæðavín. Þetta vín er fallega dökkrautt, nokkuð unglegt að sjá en vottar fyrir byrjandi þroska. Það gefur frá sér sterkan berjakeim, nokkuð pipraðan ásamt ljúfum eikartónum. Nokkuð kröftugur og góður ilmur. Vínið er nokkuð tannískt en hefur góða sýru á móti og er í mjög góðu jafnvægi. Fyllingin er mjög góð, berjabragð með smá pipar og kanil – jólavín! Langt og gott eftirbragð sem heldur sér mjög vel.
Einkunn: 9,0