Dökkt og djúpt vín, byrjandi þroski, „leggjalangt.“ Í nefinu mikil eik, leður og lakkrís og jafnvel útihús. Töluvert tannískt en með mikla og góða fyllingu, gott jafnvægi og eftirbragðið ágætt. Vín sem á nóg eftir.
Hentar vel með villibráð og nautakjöt en væri lambinu líklega ofviða.
Einkunn: 9,0