Vín mánaðarins í september 2001 er Cabernet Sauvignon frá ókrýndum konungi bandarískrar víngerðar – Robert Mondavi. Vínklúbburinn smakkaði þetta vín í byrjun september og voru allir sammála um að hér væri á ferðinni úrvalsvín sem þó ætti mörg góð ár inni og væri í raun tilvalið að sanka að sér nokkrum flöskum og leggja til hliðar, þó svo að það sé nú þegar orðið mjög gott.
Nokkuð dökkt vín, miðlungs dýpt, sýnir góðan þroska. Þéttur ilmur vanillu og leðurs, ásamt eik, kirsuberjum og tóbaki sem magnast upp við þyrlun. Nokkuð tannískt í munni, á mikið eftir. Góð fylling, mikið og langt eftirbragð – vín sem á nokkur ár í að ná toppnum og skilur eftir sig miklar væntingar.
Einkunn: 8,0