Ég smakkaði þetta vín í lok mars 2001 og var hæstánægður með það. Það er dökkt, sýnir góð dýpt, er ungt en þroski þó kominn vel af stað. Í nefið kemur dýrindis ilmur af leðri, amerískri eik, plómum, pipar, ögn af sólberjum, lakkrís, anís, tóbaki, súkkulaði og mokka. Góð tannín, sýra rétt yfir meðallagi, gott eftirbragð, góð fylling, örlítið hrat í lokin. Athugið að vínið þarfnast umhellingar áður en þess er neytt a.m.k. næstu 2-3 ár! Þetta vín hlaut 93 stig hjá tímaritinu Wine Spectator og lenti í 23. sæti á topp-100 listanum yfir vín ársins fyrir árið 2001!
Einkunn: 9,0