Fallega djúprautt vín, unglegt en mikil dýpt. Í nefinu eik, pipar (piparbrjóstsykur), lakkrís, leður og rósir. Mikil en mjúk tannín, hæfileg sýra, mjög gott jafnvægi. Mikil fylling og langt, langt, langt berjaríkt eftirbragð! Ótrúlegur bolti af Sangiovese að vera. Tímaritið WineSpectator gefur 1996 árgangnum einkunnina 90 og þessa umsögn: „Extremely grapey, with highlights of raspberries and mint. Medium-bodied, with silky, polished tannins from clver small barrel maturation. Long, caressing finish. A gorgeous wine now but be patient, you will be rewarded. This super Tuscan is always a beauty.“
Einkunn: 9,0 – bestu meðmæli.