Þetta vín er úr nokkuð óvenjulegri blöndu sem hefur þó verið að ryðja sér til rúms, einkum í Ástralíu, þ.e. Mourvèdre, Shiraz og Grenache (stundum kallað Mataro) – GSM, en þessar þrúgur þrífast mjög vel í Barossa-dalnum í Ástralíu. Nafn vínsins, Seven Surveys, er til heiðurs fyrstu landnemunum sem settust að í Barossa árið 1842. Árið 1840 framkvæmdi maður að nafni William Jacob s.k. „The Seven Special Surveys“ til að marka landamæri þess svæði sem nú nefnist Barossa. Þrúgurnar í þessu víni, Mourvèdre, Shiraz og Grenache voru á meðal þeirra fyrstu sem gróðursettar voru í Barossa, og ekrurnar eru frá tímum landnemanna.
Vínið er blóðrautt, hefur sæmilega dýpt, byrjandi þroski. Kaffi, kaffi og aftur kaffi í lyktinni, einnig lakkrís og sætur ávöxtur. Í munni þó nokkur tannín, hæfileg sýra, góð fylling og kröftugt eftirbragð en vínið er ennþá dálítið ungt. Á góð ár framundan. Gengur vel með nauti, lambi og grillmat.
Vín mánaðarins í febrúar 2001
Einkunn: 8,0