Vín mánaðarins í janúar 2001 er Columbia Valley Cabernet Sauvignon Estate 1996 frá Columbia Crest í Washington-fylki í Bandaríkjunum. Það hefur nú verið í reynslusölu í verslunum ÁTVR og kemst vonandi í fasta sölu, því að þar á það heima.
Vínið er dökkt og fallegt á að líta, með góða dýpt en nokkuð ungt. Áberandi eik og tóbak, einnig lakkrís, pipar og kaffi, leður og ögn af negul! Vínið er ansi tannískt ennþá, góð sýra, mikil fylling, langt og gott eftirbragð.
Tímaritið Wine Spectator gefur 1996 árgangnum einkunnina 92 – Spectator Selection og þessa umsögn: „Round and cedary, this Washington red delivers depth, length and distinctive flavor. Ripe, plush and generous with its exotic, seductive aromas and flavors, layering rich plum, currant and clove on a bed of fine-grained tannins. Great price/score ratio. Drink now through 2011.“
Einkunn: 9,0