Þetta vín er í nokkru uppáhaldi hjá mér, en þetta er þriðji árgangurinn sem ég kemst í kynni við og alltaf finnst mér það fara batnandi!
Það hefur mjög djúpan og þroskaðan lit. Í lyktinni finnur maður vott af eik og ávöxtum sem skila sér til bragðlaukanna þegar maður smakkar á því, og hæfileg tannín skerpa á kryddinu sem leynist á bak við.
Þetta er vín sem er mjög gott en á samt heilmikið inni og verður eflaust orðið frábært eftir 3-4 ár.
Einkunn: 8,5