Tímaritið WineSpectator gefur 1994 árgangnum einkunnina 89 og þessa umsögn: „Dense in flavor, chewy in texture, sharply focused to show off its cedary currant and blackberry flavors, shaded with hints of mineral and sage. Has style and length.Best from 2001 through 2010.“ Þeir sem hafa geymt flöskurnar geta nú farið að njóta ávaxtanna af þolinmæði sinni. Þorri Hringsson, vínkynnir Gestgjafans, gefur 1994 árgangnum 4 glös (af 5) og þessa umsögn: „Þessi kolsvarti, ógegnsæi massi er enn ungur og fjólublár þótt það votti fyrir byrjun á þroska. Ilmurinn er mjög opinn þar sem blandast saman sólber, minta, kaffi og brennd eik á skemmtilegan sætan hátt svo minnir helst á ilmvatn. Í munni er það geysilega ljúffengt, mjúkt og langvarandi og í fullkomnu jafnvægi. Það hefur mikla fyllingu og í bragðinu má finna krækiber, mintu , krydd og kaffi. Þetta er mjög vandað, karaktermikið og ljúffengt vín sem hentar vel með nánast öllum hátíðamat en á sérstaklega vel með villibráð eins og rjúpu. Mjög góð kaup.“ (Gestgjafinn 8. tbl, 1999)
Einkunn: 8,0