Vín mánaðarins í júlí 2000 er Napa Valley Private Reserve Chardonnay frá Beringer í Kaliforníu. 1997 var nokkuð gott sumar í Napa Valley. Ræktunartíminn hófst nokkuð snemma og uppskeran var góð. Veður var gott og þrúgurnar því bragðmiklar. Víngerðarmeistarinn Ed Sbragia velur sjálfur þrúgurnar sem notaðar eru í Private Reserve Chadonnay og að þessu sinni koma þær af fimm vínekrum í eigu Beringer: State Lane Vineyard, Yountville Ranch, Gamble Ranch, Big Ranch Road Vineyard, og Hudson Ranch. Allar vínekrurnar eru í syðri hluta Napa Valley, sem er svalari vegna vinda frá San Pablo-flóa og þar skapast frábær vaxtarskilyrði fyrir Chardonnay-þrúgur. Safinn úr þrúgunum var settur litlar tunnur úr nýrri, franskri Nevers eik og þar var hann látinn gerjast og síðan þroskast í níu mánuði áður en lokablöndun fór fram. Sjálfur segir Ed Sbragia þetta um vínið: „The five vineyards I’ve chosen for this wine gave me ripe, juicy flavors of an almost lemon marmalade-like citrus backed by sweet ruby grapefruit, rich butterscotch, pineapple and pear. The toasted oak added vanilla, a nutmeg-like spice and a subtle smoky quality that I think complements and balances those multiple layers.“ Alls voru framleiddir 20.000 kassar af 1997 árgangnum. Tímaritið WineSpectator gaf þessu víni 93 stig og þessa umsögn: „A tremendous effort in yet another great Chardonnay vintage in California. This wine is complex and concentrated, with lots of lovely ripe pear, nectarine, citrus and melon flavors, turning spicy with toasty oak notes. Drink now through 2002.“
Þetta vín er strágult, með fullinni slikju, sýnir góðan þroska en á nóg eftir. Í lyktinni finnur maður í fyrstu daufa eikarlykt og smjörkeim, en síðan magnast upp sítrusávextir og melónur (Cantaloupe?). Þykk og góð lykt. Í munni vottar fyrir eik, góðri sýru og fylling er mikil. Vínið sýnir gott jafnvægi, hefur gott eftirbragð með góðri lengd. Þetta vín hefur verið fastagestur á topp-100 listanum yfir bestu vín ársins hjá tímaritinu WineSpectator. Árið 1995 var það í 33. sæti (árg. 1993), árið 1996 var það valið vín ársins (árg. 1994) og árið 1997 varð það í 11. sæti (árg. 1995). 1998 var topp-100 listanum skipt upp (50 rauð, 40 hvít og 10 desert vín). Þá varð vínið í 2. sæti af hvítum vínum (árg. 1996). 1999 varð vínið svo í 30. sæti (árg. 1997).
Einkunn: 8,5 – Góð Kaup