Vín mánaðarins í mars 2000 er Shiraz frá Rosemount Estate í Ástralíu (3. Mánuðurinn í röð þar sem ástralskt vín verður fyrir valinu!), vín sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, öllu heldur uppáhaldsvínið mitt.
Ég smakkaði þetta vín fyrst sl. vor og var um að ræða 1997 árganginn. Ég varð strax mjög hrifinn og gladdist því mjög þegar það kom í almenna sölu. Ég verð hins vegar að segja að mér fannst sá árgangur aðeins betri en sá sem nú er á boðstólum, þó svo að ég hafi gefið þeim sömu einkunn. Ég er hins vegar sannfærður um það að góð sala á ’97 í Heiðrúnu hefur valdið því að nú er það komið í almenna sölu og þetta vín fær mín bestu meðmæli.
Þetta vín er til þess að gera nýkomið í verslanir ÁTVR og eldri árgangar hafa ekki verið í almennri sölu. Ef litið er á töfluna hér að neðan má sjá að við höfuð farið á mis við mikið. Hér er á ferðinni úrvalsvín sem hefur í 5 af síðustu 9 árgöngum fengið útnefninguna Spectator Selection hjá WS. Þetta eru líka mjög góð kaup því að það kostar aðeins tæpar 1.300 krónur!
Tímaritið WineSpectator gaf 1998 árgangnum einkunnina 89 – Best Buy og þessa umsögn: „Count on Rosemount for a winning combination of quality, value and availability. This Shiraz is polished and silky, featuring sweet blackberry and anise flavors, with a slight bite of pepper on the light finish. Not as big and rich as previous vintages, but seductive nonetheless. Drink now.“
ÁTVR er heldur stuttorðara í sinni umsögn: „Frekar bragðmikið, mjúkt með miklu berjabragði.“
Umsögn framleiðandans: „The 1998 Shiraz has a dark ruby, almost black, appearance with a deep purple edge. The aroma is vibrant and lively with an excellent varietal definition of warm spices, brambles and dark plums. The palate is dominated by well defined, ripe fruit, a soft, generous mid-palate and a long, rich finish. This is sup-ported by fine-grained tannins and a delicious underlay of toasty American oak. The wine drinks well now and will reward 6 to 8 years of further bottle maturation.“
Einkunn: 8,0