Ég smakkaði þetta vín í byrjun október og var bara nokkuð ánægður með það. Það er dökkt, sýnir sæmileg dýpt og byrjandi þroska. í nefið kemur leður, eik, pipar, sólber, vottar fyrir krækiberjum, jafnvel kirsuberjum og sýru. Í munni krækiberjahrat, góð sýra, gott jafnvægi en einungis miðlungs eftirbragð.
Einkunn: 8,0