Dökkt, nokkuð djúpt og virðist allþroskað. Lyktin virkar nokkuð bökuð með mikilli eik og berjasultu (minnir dálítið á Rioja) sem magnast mjög þegar víninu er þyrlað. Í bragðinu má greina pipar og talsverð krækiber. Vínið er talsvert kröftugt með þokkalega endingu en skortir þéttleika og stíl. Það hentar best með grilli og bragðmiklum kjötréttum.
Einkunn: 7,5